föstudagur, ágúst 31, 2012

Föstudagur 31. ágúst - En to tre

Þrír mættu svo vitað sé.  Það sást til Alsæls og Önnu Dísar leggja af stað eitthvað á undan áætlun, sem þýddi að ritarinn hljóp einsamall hring umhverfis flugvöllinn (réttsælis í þetta skiptið) með smá útúrsnúningi í Öskjuhlíðarskógi og síðan styttingu um Suðurgötu, alls 8,5k.  Ekki er vitað hvað Alsæll og Anna Dís lögðu af mörkum.

þriðjudagur, ágúst 28, 2012

Þriðjudagur 28. ágúst - Eyjólfur er eitthvað að hressast

Besta mæting í nokkuð langan tíma, alls 6 manns, svo vitað sé:  Íben, Happy River, Guð-ni, Dísa kennd við Þór, Ritari og Gunnur sem heltist óvænt úr lestinni eftir stutt hlaup.  Flugvallarhringurinn hlaupinn á þægilegur tempói.  Eitthvað virðist sumarið því miður vera farið að styttast í annan endann.

Ritarinn

mánudagur, ágúst 27, 2012

Mánudagur 27. ágúst - Bráðin elt

ÓB lykillinn og ritarinn lögðu af stað í hefðbundinn Flugvallarhring.  Íben sást hins vegar á leið til búningsherbergja er þeir félagar lögðu af stað (hann var sem sagt seinn fyrir).  Er kom að Hofsvallagötu lýsti ÓB lykillinn því yfir að hann æfði ekki orðið fyrir minna en 10k.  Því var ákveðið að lengja aðeins í svo æfingin uppfyllti alla staðla og lágmarkskröfur.

ÓB er tíðrætt um bókina "Born to run" og vitnar gjarnan í hana meðan á hlaupum stendur.  Nú vitnaði hann í þróun mannsins og af hverju homo sapiens, þessi óæðri dýrategund, varð ofan á í þróunarsögunni í stað neanderthalmannsins.  Ástæðan var í raun einföld.  Homo sapiens kunni að hlaupa!!  Hann hafði kannski ekki hraðann en hann hafði úthald og útsjónasemi til að eltast við bráðina svo dögum skipti, nokkuð sem neanderthalmanninn kann að hafa skort.  Og það er einmitt það sem þeir félagar gerðu er þeir beygðu inn á Ægisíðuna.  Þar sáu þeir nefnilega álitlega bráð, Íben, á hlaupum ca. 300m á undan þeim (hann hafði greinilega farði um Hofsvallagötu).  Þeir juku hraðann og náðu bráðinni við Dælustöð og varð henni, þ.e.a.s. bráðinni, all bylt við er þeir stukku á hana.  Eftir það var bráðinni fylgt að höfuðstöðvunum.

ÓB og Ritari ca. 10k og bráðin rúmlega 8k.

fimmtudagur, ágúst 23, 2012

Þátttaka félagsmanna í RM laugardaginn 18. ágúst

Nokkur fjöldi félagsmanna tók þátt í RM um síðustu helgi.  Aðstæður voru eins og best verður á kosið, þægilegt hitastig, lítill vindur o.s.frv.  Félagsmenn stóðu sig með prýði, eins og við var að búast.  Nöfn og tímar félagsmanna sem vitað er að hafi tekið þátt koma hér að neðan.  Tímar innan sviga eru flögutímar (millitímar og endatími í 1/2 og heilu maraþoni og endatími í 10 km).


10 k

Oddgeir  38:56 (38:52)

Ása (keppti f.h. Sigurgeirs)  43:23 (43:18)

Guðni  44:43 (44:35)

Jóhann Þorkell Jóhannsson  48:14 (47:57)

Ársæll  49:24 (49:04)

Pétur Guðmundsson  51:25 (50:37)

Bryndís Magnúsdóttir 53:43 (53:30)

Björn Kjartan Sigurþórsson  53:54 (53:10)

Ívar  54:38 (53:35) (hljóp með dóttur sinni)

Sveinbjörn Valgeir Egilsson  54:57 (53:32)

Bertel Ólafsson  58:10 (56:33)

Gunnur  59:43 (58:16)

Guðmunda Magnúsdóttir  61:12 (59:43)

Hilmar Baldursson  61:31 (59:27)  

Laufey Þóra Ólafsdóttir  62:23 (62:18)

Inga Lára Gylfadóttir  62:33 (60:30)

Hekla Aðalsteinsdóttir  65:05 (63:43)

Sigrun Kolsöe  67:06 (64:51)

Alda Ægisdóttir 67:28 (65:43)

Inga Rut Karlsdóttir  68:13 (66:17)


1/2 maraþon

Arndís Ýr  1:24:33 (39:13/1:24:30)

Viktor  1:29:27 (43:30/1:29:18)

Huld  1:35:53 (45:04/1:35:42)

Fjölnir  1:47:00 (51:32/1:46:16)

Sigrún Birna  1:47:22 (48:41/1:47:08)

Björg Alexandersdóttir  1:49:34 (50:42/1:48:51)

Ásta Hallgrímsdóttir  1:50:20 (49:48/1:49:44)

Anna Dís  1:53:15 (54:06/1:52:22)

Steinunn Una  1:56:02 (55:40/1:55:02)

Gísla Rún Kristjánsdóttir  1:59:38 (56:36/1:59:17)
 
Svanhildur Ásta  2:07:51 (58:42/2:06:46)

Birna Bragadóttir  2:35:41 (1:10:04/2:34:10)


Maraþon

Dagur 3:40:44 (51:59/1:42:22/1:47:51/2:08:30/2:34:42/3:13:41/3:40:23)

Fimmtudagur 23. ágúst - Hvað er eiginlega að gerast?

Nú er Bleik  brugðið og nú er Snorrabúð er stekkur!  Mæting í dag arfaslök, líkt og síðustu misseri.  Ritari klúbbsins var sá eini er sá sér fært að mæta í dag (svo vitað sé).  Töluvert rigndi kl. 1208 og ákvað því ritarinn að taka stíga Öskjuhlíðar til nánari athugunar, í von um smá skjól.  Sú athugun leiddi reyndar til merkrar uppgötvunar - 5. armur Kolkrabbans er fundinn!!!  Vonandi verður þess ekki lengi að bíða að félagsmenn flykkist á æfingu og óski eftir almennilegri Kolkrabbaæfingu, þar sem nýji armurinn verður kynntur til sögunnar.

Virðingarfylltst,
Ritari

mánudagur, ágúst 20, 2012

Mánudagur 20. ágúst - Eftirköst RM hlaups

Fámennt í dag líkt og búið er að vera seinna hluta sumars.

Alsæll og Anna Dís hlupu flugvallarhringinn via Hofsvallgötu en ÓB-lykillinn lengdi aðeins í.  Oddgeir hljóp hins vegar á móti þeim og hitti þau Ægissíðu.  Alsæll var alsæll með Dísu svo að Oddgeir ákvað að hlaupa aðeins lengra uns hann myndi rekast á ÓB-lykilinn, sem hann og gerði.  Þar sneri Oddgeir við og fylgdi ÓB-lyklinum að HLL.


Ritari FI-Skokk