fimmtudagur, ágúst 23, 2012

Fimmtudagur 23. ágúst - Hvað er eiginlega að gerast?

Nú er Bleik  brugðið og nú er Snorrabúð er stekkur!  Mæting í dag arfaslök, líkt og síðustu misseri.  Ritari klúbbsins var sá eini er sá sér fært að mæta í dag (svo vitað sé).  Töluvert rigndi kl. 1208 og ákvað því ritarinn að taka stíga Öskjuhlíðar til nánari athugunar, í von um smá skjól.  Sú athugun leiddi reyndar til merkrar uppgötvunar - 5. armur Kolkrabbans er fundinn!!!  Vonandi verður þess ekki lengi að bíða að félagsmenn flykkist á æfingu og óski eftir almennilegri Kolkrabbaæfingu, þar sem nýji armurinn verður kynntur til sögunnar.

Virðingarfylltst,
Ritari

Engin ummæli: