laugardagur, maí 31, 2008

Reported missing

A small-frame, fair-haired, female runner has disappeared from the club. If anyone knows the whereabouts of this particular person please contact the board. Was last seen on a yacht in Minneapolis, wearing dark sunglasses.
Regards,
IAC

fimmtudagur, maí 29, 2008

Hádegisæfing 29. maí

Vegna fjölda áskorana hefur gereyðingarþríleikur skokkhópsins nú göngu sína á ný með sprettum í dag. Mættir voru: Dagur, Guðni, Óli, Hössi (loksins einn kurteis)og Sigrún.
Hituðum upp frá hóteli ca. 1.3K og tókum síðan 5x400 m spretti út að Ægisíðu með 45 sek. hvíld á milli. Tókum síðan 5x400m tilbaka á ný eftir 2 mín. hvíld (vá!) Strákunum var illa heitt og rifu sig úr öllu að ofan og blasti þá við misfögur sýn, annarsvegar tanaðir í drasl og hinsvegar endurskin dauðans. Vildi aðalritarinn í engu skyggja á þá taðskegglinga og ákvað að halda sínum tanktop á sem þó er ekki búinn sérstökum frontpatch. Æfingin var nokkuð góð, enda þjálfarinn að reyna að lokka Höskuld inn aftur eftir langa fjarveru. Athygli vakti einnig að þjálfarinn er farinn að beita sálfræði á félagsmenn og hrósar þeim sem minnst mega sín en heldur áfram að henda sandi og drullu í hina, sem enda þola það vel. Niðurskokk að hóteli og æfingin endaði í um 8,5K.
Kveðja,
Sigrún

Þetta heyrðist úr karlaklefanum eftir æfinguna!

þriðjudagur, maí 27, 2008

Hádegisæfing 27. maí

Mættum í dag: Bryndís, Dagur, Guðni, Óli og Sigrún. Sveinbjörn var á eigin vegum.
Fórum í Fossvoginn og stoppuðum hjá Fossvogsskóla til að taka tempóhlaup tilbaka, að kirkjugarði. Byrjuðum ég og Bryndís og eftir 40 sek. fóru hýenurnar af stað. Markmiðið var að koma öll á sama tíma að boganum við kirkjugarðinn. Sama hvað hýenum kann að finnast um okkur þá var algert vanmat í gangi því þeir náðu okkur ekki, að sjálfsögðu. Skokkuðum síðan heim á hótel í súperfínu veðri. (vegalengd tempóhlaups ca 2,66).
Æfingin var hin besta og umræðan snerist um Leoncie og nýja myndbandið hennar. Ekki tókst að finna það að sinni en í staðinn er hér óskalag fyrir félagsmann, Óla Briem, fyrrverandi bæjarritara Kópavogsbæjar.
Alls 8K
Kveðja, Sigrún

Ást á pöbbnum

mánudagur, maí 26, 2008

Tískuhorn Bjögga Bjútí


Með hækkandi sól er vert að huga að klæðaburði klúbbmeðlima. Stuttar buxur og níðþröngar er það sem landinn vill sjá. Þröngur bolur í stíl og hvítu sokkarnir, strákar, þeir eru komnir aftur.

Á myndinni klæðist Bjöggi Bjútí, nýjustu línunni frá Nike. Svörtum Lycra shorts Dri-Fit með stillanlegum mjaðmastreng og að ofan bol úr sama efni í rauðbleiku með svörtum frontpatch.

Hádegisæfing 26. maí


Mættir voru í dag: Laufey og Sveinbjörn (fóru í sérverkefni í skógi), Dagur, Guðni, Björgvin tískufrík og Sigrún. Fórum Hofsvallagötuhringinn og ætlunin að bæta met Björgvins frá því í síðustu viku (42 mín.) Lögðum af stað með vindinn í bakið og hlupum greiðlega. Strippað var við Ægisíðu, enda hiti í mönnum. Nokkur vindur var á síðasta kaflanum en það tafði ekki fyrir nýju meti: 41:40 og er útlit fyrir að hið nýja "lúkk" BH sé að skila honum hraðar í mark.
Alls 8,6 á ofangreindum tíma.
Kveðja,
Sigrún
Ath. myndefnið tengist ekki æfingu dagsins!



föstudagur, maí 23, 2008

Upp komast svik...

...komið hefur í ljós að einn félagsmanna, steypireyðurinn, er kvenkyns. Hann hefur því siglt undir fölsku flaggi á æfingum og er hvattur til að snúa frá villu síns vegar og sýna sitt rétta andlit. Hér er sönnunin:
Steypireyður
Latneska heitið er:Balaenoptera musculus.
Hún er skíðishvalur. Hún er dökkgrá eða blágrá á litinn, spengileg og grannvaxin.
Hún getur orðið 25-33 m á lengd og 110-190 tonn að þyngd. Kýrin er heldur stærri en tarfurinn. Hún er farhvalur.
Á sumrin heldur hún sig á norðurslóðum, en á veturna heldur hún til suðlægari slóða. Aðalfæðan er krabbasvifdýr, áta. Steypireyðurin þarf að eta um 4000 kg á dag, en það er þó aðeins yfir sumartímann, því yfir veturinn etur hún lítið. Hljóðið sem steypireyðurin gefur frá sér liggur fyrir neðan heyrnarmörk okkar, en hljóðið getur ferðast þúsundir mílna neðansjávar.
Hún var alfriðuð fyrir veiðum árið 1960. Hún er stærsta dýr jarðarinnar.

Ef þú heyrir þetta hljóð veistu að þú hleypur með steypireyði

Björgvin/a - komdu út úr skápnum!

fimmtudagur, maí 22, 2008

Hádegisæfing 22. maí

Fámennt en góðmennt á æfingu í dag: Björgvin, Dagur og Sigrún.
Hlupum inn í skóg, vegna vinds, og fórum bláa stíginn 5 sinnum. Skokkuðum heim á hótel þar sem sérleyfishafinn stjórnaði Tító æfingum af fingrum fram. Tókum alhliða styrktaræfingar fyrir maga , hendur, síðu, rass og fleira. Góður rómur var gerður að æfingunum og nauðsynlegt að gera þær reglulega að mati þátttakenda.
Hlaup alls 5,5K en með Tító hin fínasta æfing
Kveðja,
Sigrún

P.S. Þorðum ekki að kvarta neitt eftir að hafa séð The Crawl.

Kíkið á þessa mynd við tækifæri

miðvikudagur, maí 21, 2008

Þreyttur eða ekki

Eftir að menn hafa skoðað þetta myndband vil ég ekki heyra minnst á það á æfingum að menn séu þreyttir eða æfingarnar séu erfiðar. Þetta toppar ekkert.

The Crawl

eða eins og Steypireiðurinn segir "Ælur eru merki um að upphitun sé lokið".

Kveðja, Dagur

þriðjudagur, maí 20, 2008

When in Vegas...

.. do as Tony did

Dagur undir sjaldséðum kringumstæðum í Vegas búinn að eyða öllu.

Kv. Paparazzi

Hádegisæfing 20. maí

Mættir á gæðaæfingu í dag: Bryndís, Huld, Björgvin, Guðni (back at last), Dagur, Sigrún og ný yngismey, Laufey úr fraktinni. Hún þáði ekki gott boð um að koma með okkur en fór á eigin vegum 4K sem Dagur markaði með "lárviðarsveig". Við hin tókum "tröppuna" sem var nú endursýnd, vegna þráfaldlegra áskorana. Trappan er þannig: 1, 2, 3, 4, 3, 2, 1 mínúta í hraðaaukningu með 1 mín. skokki á milli. Þeir sem enn voru á lífi eftir þetta gerðu 1 mínútu þannig: 20 sek. hratt, 20 sek. hraðar og loks 20 sek. sprengja. Það er engum ofsögum sagt að nokkrir rufu hljóðmúrinn og hraðasti hraðinn var útnefndur "fínn maraþonhraði". Fyrir hvern? Blettatígur eða... Allavega er gott að fá Guðna aftur til að rífa upp standardinn á æfingum og fínt að sjá að sjálfseyðingarhvöt hans er í engu brugðið eftir 8 mánaða samningaþref við Flugfreyjufélagið!

Alls var æfingin 9,7 km sem er í lengra lagi með allavega 6K í hraðaaukningu.
Kveðja,
Sigrún.

mánudagur, maí 19, 2008

Hádegisæfing 19. maí

Mættir í dag: Dagur (spilafíkill frá Vegas), Björgvin ( á "believe it or not" tempói), Sigurgeir (sem vonast til að vinna fitubollukeppnina í Cargo-landi) og Sigrún (fjárglæfrakvendi). Einnig voru Ingunn og Jói á eigin vegum.
Ákváðum að sannreyna hvort rétt væri að Björgvin hefði í síðustu viku hlaupið Hofsvallagötuhringinn einn á 42:33 sem mismikill trúnaður var lagður á innan hópsins. Niðurstaðan var sú að þetta er rétt því saman hlupum við þenna hring í dag á sléttum 42 mín.
Það verður að teljast nokkuð gott, sérstaklega ef öll lóð eru lögð á vogarskálarnar og málið skoðað af fullum þunga.
Frábært veður og sumar í lofti.
Kv. Sigrún

Úrslit í Kaupmannahafnarmaraþoni

Höskuldur Ólafsson hljóp í gær í Glitnismaraþoninu í Köben og stóð sig með prýði:
756 03:21:10 (nr. í mark og lokatími).

Til hamingju með þetta!

Nánar

föstudagur, maí 16, 2008

Hádegisæfing 16. maí

Mættum þrjú á fríkaðan föstudag: Huld, Björgvin og Sigrún. Fórum sýningarrúntinn í góðu og mildu veðri. Ræddum aðeins um hversu erfitt væri að losna við varadekk. Huld vissi alveg hvernig á að fara að því - "nú bara gera magaæfingar"! Skrýtið að hún gerði síðast magaæfingu þegar Grease var sýnt í bíó. Talk about experts! Anyways... áttum góðan sprett og hugur er að komast í Steypireyðinn fyrir æfingar fyrir hálfmaraþonið sitt. Go Tító!
Alls 8K (Huld hélt áfram)
Kveðja,
Sigrún

fimmtudagur, maí 15, 2008

Hádegisæfing 15. maí

Mætti á æfingu í dag og hitti Sigurgeir sem varð frá að hverfa, vegna lokunar sundlaugarinnar. (better excuse next time...) Ákvað eftir örlitla umhugsun að taka brekkur eins og lög gera ráð fyrir á fimmtudegi. Hitaði upp 1K og lét mig síðan hafa það að taka ASCA-brekkuna 6 sinnum í beit (í huganum nennti ég bara í 4). Síðasta var nokkuð lúin en ég gaf mér tímamörk sem stóðust allar 6, eða 1:28-1:30 hver. Nokkuð margir karlkyns voru í bílum sínum að "chilla" í skóginum og setti þetta nokkuð óstuð á æfinguna sem annars var hin skemmtilegasta í frábæru veðri. Niðurskokk í skógi og heim að hóteli.
Alls 6,2K
Kveðja,
Sigrún

Hádegisæfing 14. maí

Í ógnvænlegri blíðunni í dag var alveg heiftarlega léleg mæting. 12:08 stóð ég einn við "staurinn" á "shortara" að skipan þjálfarans (eftir 1. mai) og hlýrabol. Ef veðrið hefði ekki verið svona gott hefði mér liðið kjánalega þarna einn, en það slapp fyrir horn. Anyways, birtast ekki þrjár drottningar frá Hótelunum, Ágústa and friends og hlupu með mér af stað. Þær fóru öfugan keppnishring en ég straujaði Hofsvallagötuna í blíðunni. Tíminn á því var 42:33. Vona að ég þurfi ekki að hlaupa mikið oftar einn því það er ekki eins mikið stuð og að hafa ykkur geðsjúklingana meðferðis. Reyndar birtist Óli Briem seint og um síðir og hljóp víst líka Hofsvallagötuna en náði okkur ekki fyrr en í sturtu...... Frábært útihlaup í frábæru veðri.
Kv. Steypireyðurinn.

þriðjudagur, maí 13, 2008

Hádegisæfing - 13. maí

Mættir: Guðni, Sigurgeir og Laufey (nýr hlaupari úr fraktinni).
Guðni og Sigurgeir fóru Suðurgötuna á tempó-i sem var mitt á milli tempó hlaups og rólegt hlaup. Vorum ekki með klukku og gátum því ekki séð hraðann en við áætlum að þetta hafi verið ca. 4:45 á km. Laufey fór að dælustöðinni og tilbaka.

Kv. Sigurgeir

sunnudagur, maí 11, 2008

Æfingar

Hlé verður fram eftir sumri á æfingum á fimmtudagseftirmiðdögum.
Öllum FI-SKOKK klúbbmeðlimum er velkomið að hafa samband við Stefán Má Ágústsson þjálfara til að fá ráðgjöf eða æfingaprógramm á netfangi:
agustsson@gmail.com
Eftir sem áður verður hlaupið í hádeginu frá Hótel Loftleiðum eða kl. 12.07.
Góðar stundir,
Stjórn IAC

föstudagur, maí 09, 2008

Day after run

Meðlimir FI SKOKK mættu í dag í rigningunni og hlupu keppnishringinn frá í gær í rigningu og pollum.
Tímarnir voru eftirfarandi:
Dagur 27:10
Guðni 28:25
Oddgeir 28:33
Sigurgeir 29:45
Huld 29:58
Björgvin 32:03
Sigrún 32:40
Höskuldur 32:45 (er í taperingu)

Einnig hlupu hringinn Sigurborg og Ásdís frá hótelum en voru undanþegnar tímatöku að sinni.

Tímar frá í fyrra: (úps!)
Dagur 26:14
Guðni 28:59
Huld 29:48
Ágúst 30:56
Sigrún 32:08
Sveinbjörn 33:01
Bryndís 33:31
Anna Dís 33:57

Kveðja, Sigrún
(Ath. hlaup á morgun frá Árbæjarlaug 07.15 á rólegu tempói, 20K)

Icelandair hlaupið



Vel heppnað Icelandair hlaup fór fram í gær með þátttökumeti eða 454 keppendum. Aðstæður voru hinar bestu, sól og hægviðri. Stjórn IAC vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hönd lögðu á plóg og gerðu þetta mögulegt. Endurtökum leikinn að ári.


Stjórn IAC

fimmtudagur, maí 08, 2008

Hádegisæfing 8. maí

Mættum í dag: Björgvin, Dagur, Óli, Huld og Sigrún.

Hlupum Flugleiðahringinn í blíðskaparverði. Svona til að kanna aðstæður. Á morgun verður "day after run" sömu leið með tímatöku. Allir meðlimir velkomnir og velunnarar. Sérstaka athygli æfingarinnar í dag vakti ferskleiki Björgvins, en hann er til alls líklegur á morgun.
Kveðja,
Sigrún

miðvikudagur, maí 07, 2008

Fimmtudagurinn 8. maí -Icelandair hlaupið

Don´t mess with me

Venjuleg æfing í hádeginu kl. 12:08

Mæting kl. 17:00 til starfa í Icelandair hlaupi (líka þeir sem voru ekki boðaðir) í FI SKOKK jökkum. Vesti á staðnum. Ræsing kl. 19.00.

Ekki gleyma að óska Guðna til hamingju með daginn!

Stjórn IAC





þriðjudagur, maí 06, 2008

Hádegisæfing 6. maí

Mættum í dag á megrunarlausa daginn: Guðni, Dagur, Sigurgeir, Björgvin, Sveinbjörn og Sigrún- allt annálaðar fitubollur. Einnig heyrðist af Fúsa froskagleypi og Dr. Foreigner, en þeir voru á eigin vegum. Æfingin var svona þvers og kruss og út um allt, gegnum suðurhlíðar, framhjá Kringlu, smá hraðabreyting á Klambratúni og endað í brekku við Valsheimili, sem undirrituð þurfti að taka í nefið nokkuð reglulega á Valssokkabandsárunum. Áttum við (að þrábeiðni Björgvins Windbrakers) að hlaupa á spretti upp helv.. brekkuna og áfram upp, alla leið að Perlunni og klukka helvítið. (Perluna sko, ekki þjálfarann) Skokkuðum síðan bláa stíg heim og var þetta hin skemmtilegasta æfing. Ákveðin "desperasjón" virðist þó vera í gangi meðal kk iðkenda. Mér hafa borist fjölmargar kvartanir vegna myndbirtingar og tíðra umfjallana vegna góðvinar hlaupahópsins, Höskuldar Ólafssonar, en menn tjalda nú öllu sem til er á æfingum til að missa ekki status og mæta afar klæðalitlir neðantil. Spurning hvort Danni selur þvengi fyrir sumarhlaupin. Pant ekki hlaupa fyrir framan þá!
Kveðja,
Sigrún

mánudagur, maí 05, 2008

Hádegisæfing 5. maí

Mættir á æfingu í dag: Jói og Sveinbjörn (fóru saman), Fúsi og Erlendur (Loftleiðir), Dagur, Óli, Sigurgeir, Björgvin og Sigrún. Höskuldur bættist svo í hópinn hjá kafaranum (helköttaður).
Stefndum á Hofsvallagötuna og við Þjóðminjasafn skyldi hefjast tempóhlaup. 3 leiðir voru í boði; Suðurgata, Björns bakarí og Hofsvallagata. (ca. 3-4 km) Markmiðið var að ná og að vera ekki náð. Semsé ekki flókið. Menn hlupu eins og getan leyfði og söfnuðst síðan saman við kafarann, þaðan sem hlaupið var í hnapp heim á hótel, með 2 sprettum inní. Skyndilega breyttist róleg mánudagsæfing í æsilega þriðjudagsæfingu, enda þurfti að hreinsa "eiturefni" hratt og örugglega úr þeim félagsmönnum sem ekki kunna að ganga hægt um gleðinnar dyr. Lyfjapróf verða síðar á tímabilinu, án fyrirvara.
Kveðja,
Sigrún

laugardagur, maí 03, 2008

Morgunæfing - 3. maí

Mættir: Dagur, Hössi, Guðni og Sigurgeir.
Fórum frá Árbæjarlauginni í Heiðmörkina. Ég veit ekki hvað þessi leið er kölluð en eitt veit ég að útsýnið yfir höfuðborgarsvæðið frá hæðsta punkti var alveg þess virði til að leggja þetta á sig. Þegar komið var að Árbæjarlaug aftur vorum við búnir að leggja 20 km að baki og hélt Hössi áfram 10 km til viðbótar.

Sigurgeir

Hádegisæfing - 2. maí

Mætt: Huld, Bryndís, Jói, Sigurgeir, Guðni, Björgvin, Dagur, Hjörvar, Óli.
Góð mæting í frábæru veðri. Eitthvað voru þó sumir ekki með klæðnaðinn á hreinu og mætti nokkrir í síðbuxum og einn nánast í kraftgalla. Eins og þjálfarinn fór yfir um daginn og aftur í gær þá er það regla FISKOKK að við æfum ekki í síðbuxum frá 1. maí til 1. október. Fórum í sýningarhlaup í miðbæinn með bland af Freaky Friday og fekk undirritaður smá refsingu fyrir drykkju síðustu daga en aðrir sluppu. Athygli vakti að Óli er kominn með sólgleraugu og þar með kominn í hóp þeirra svölu.

Sigurgeir
(á myndina vantar ljósmyndarann Dag)

föstudagur, maí 02, 2008

1. maí hlaup


Nokkrir félagsmenn hlupu í 1. maí hlaupum í gær.



Konur 50 - 59 ára
1. 23,04 Bryndís Magnúsdóttir 1950



10. í mark Oddgeir Arnarson 42:09 (PB)

5. kona í mark (2. í flokki) Sigrún Birna Norðfjörð 47:54

Einnig hljóp góðvinur hópsins Höskuldur Ólafsson og voru þeir Oddgeir í banastuði og leiddust í hlaupinu framan af. Í lokin þurfti Höskuldur heldur að hraða sér, átti að vera kominn heim í mat og kláraði á 41:26, (7. í mark og 3. í flokki) sem er hans besti tími til þessa. Frábært hjá strákunum í blíðskaparveðri.
Ekki er vitað um þátttöku fleiri félagsmanna í hlaupum gærdagsins en ef einhverjir vilja segja frá afrekum sínum er það velkomið.


Kveðja,

Sigrún