föstudagur, maí 23, 2008

Upp komast svik...

...komið hefur í ljós að einn félagsmanna, steypireyðurinn, er kvenkyns. Hann hefur því siglt undir fölsku flaggi á æfingum og er hvattur til að snúa frá villu síns vegar og sýna sitt rétta andlit. Hér er sönnunin:
Steypireyður
Latneska heitið er:Balaenoptera musculus.
Hún er skíðishvalur. Hún er dökkgrá eða blágrá á litinn, spengileg og grannvaxin.
Hún getur orðið 25-33 m á lengd og 110-190 tonn að þyngd. Kýrin er heldur stærri en tarfurinn. Hún er farhvalur.
Á sumrin heldur hún sig á norðurslóðum, en á veturna heldur hún til suðlægari slóða. Aðalfæðan er krabbasvifdýr, áta. Steypireyðurin þarf að eta um 4000 kg á dag, en það er þó aðeins yfir sumartímann, því yfir veturinn etur hún lítið. Hljóðið sem steypireyðurin gefur frá sér liggur fyrir neðan heyrnarmörk okkar, en hljóðið getur ferðast þúsundir mílna neðansjávar.
Hún var alfriðuð fyrir veiðum árið 1960. Hún er stærsta dýr jarðarinnar.

Ef þú heyrir þetta hljóð veistu að þú hleypur með steypireyði

Björgvin/a - komdu út úr skápnum!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vissi það,ég vissi það. Þvílíkt brainpower i þessum hlaupahóp. Það hlaut að koma að þessu....að það fattaði það einhver að talað er um "hana steypireyðina". Reyður er s.s. kvk orð, hvort sem um er að ræða Langreyði, Sandreyði eða bara Steypireyði. Hinsvegar til að villa um fyrir fólki (og haukfráir klúbbmeðlimir hafa eflaust tekið eftir) þá skrifa ég mig viljandi SteypireiðiNN, með 2 N-um. Varðandi þetta með að koma út úr skápnum.....sjá næstu færslur.
Kv. SteypireyðuriNN

Nafnlaus sagði...

Gleymdi að segja það, þessi fræðsluþáttur var í boði Sjávarútvegsfræðingsins í hópnum.
Kv. SteypireyðuriNN