mánudagur, maí 26, 2008

Hádegisæfing 26. maí


Mættir voru í dag: Laufey og Sveinbjörn (fóru í sérverkefni í skógi), Dagur, Guðni, Björgvin tískufrík og Sigrún. Fórum Hofsvallagötuhringinn og ætlunin að bæta met Björgvins frá því í síðustu viku (42 mín.) Lögðum af stað með vindinn í bakið og hlupum greiðlega. Strippað var við Ægisíðu, enda hiti í mönnum. Nokkur vindur var á síðasta kaflanum en það tafði ekki fyrir nýju meti: 41:40 og er útlit fyrir að hið nýja "lúkk" BH sé að skila honum hraðar í mark.
Alls 8,6 á ofangreindum tíma.
Kveðja,
Sigrún
Ath. myndefnið tengist ekki æfingu dagsins!



Engin ummæli: