laugardagur, maí 03, 2008

Hádegisæfing - 2. maí

Mætt: Huld, Bryndís, Jói, Sigurgeir, Guðni, Björgvin, Dagur, Hjörvar, Óli.
Góð mæting í frábæru veðri. Eitthvað voru þó sumir ekki með klæðnaðinn á hreinu og mætti nokkrir í síðbuxum og einn nánast í kraftgalla. Eins og þjálfarinn fór yfir um daginn og aftur í gær þá er það regla FISKOKK að við æfum ekki í síðbuxum frá 1. maí til 1. október. Fórum í sýningarhlaup í miðbæinn með bland af Freaky Friday og fekk undirritaður smá refsingu fyrir drykkju síðustu daga en aðrir sluppu. Athygli vakti að Óli er kominn með sólgleraugu og þar með kominn í hóp þeirra svölu.

Sigurgeir
(á myndina vantar ljósmyndarann Dag)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rétt að taka fram hvað var gert Freaky: Stúfholt, Ingólfsstræti til suðurs, Arnarhóll og síðast en ekki síst Grjótagata til vesturs.

GI