föstudagur, maí 16, 2008

Hádegisæfing 16. maí

Mættum þrjú á fríkaðan föstudag: Huld, Björgvin og Sigrún. Fórum sýningarrúntinn í góðu og mildu veðri. Ræddum aðeins um hversu erfitt væri að losna við varadekk. Huld vissi alveg hvernig á að fara að því - "nú bara gera magaæfingar"! Skrýtið að hún gerði síðast magaæfingu þegar Grease var sýnt í bíó. Talk about experts! Anyways... áttum góðan sprett og hugur er að komast í Steypireyðinn fyrir æfingar fyrir hálfmaraþonið sitt. Go Tító!
Alls 8K (Huld hélt áfram)
Kveðja,
Sigrún

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Meiriháttar misskilningur hér á ferð! Er bara ekki eins dugleg og stripperinn að sýna sixpakkið ;-). Annars áætasta hlaup hjá okkur þar sem rifjuð voru upp helstu íþróttaafrek viðstaddra (Björgvin og Sigrún) og mátti á þeim greina þó nokkra nostalgíu. Bætti svo við nokkrum km (ca.15).
Kv. Huld

Icelandair Athletics Club sagði...

Ég held nú að flest afrekin liggi nú hjá drottningunni að öðrum ólöstuðum. Nostalgían er fyrir hendi og von um frægð á ný.
Kv. SBN

Nafnlaus sagði...

Talandi um Grease, hvort kom á undan Grease eða Saturday Night Fever?

Kv. Dagur 'Tony' Manero