Vegna fjölda áskorana hefur gereyðingarþríleikur skokkhópsins nú göngu sína á ný með sprettum í dag. Mættir voru: Dagur, Guðni, Óli, Hössi (loksins einn kurteis)og Sigrún.
Hituðum upp frá hóteli ca. 1.3K og tókum síðan 5x400 m spretti út að Ægisíðu með 45 sek. hvíld á milli. Tókum síðan 5x400m tilbaka á ný eftir 2 mín. hvíld (vá!) Strákunum var illa heitt og rifu sig úr öllu að ofan og blasti þá við misfögur sýn, annarsvegar tanaðir í drasl og hinsvegar endurskin dauðans. Vildi aðalritarinn í engu skyggja á þá taðskegglinga og ákvað að halda sínum tanktop á sem þó er ekki búinn sérstökum frontpatch. Æfingin var nokkuð góð, enda þjálfarinn að reyna að lokka Höskuld inn aftur eftir langa fjarveru. Athygli vakti einnig að þjálfarinn er farinn að beita sálfræði á félagsmenn og hrósar þeim sem minnst mega sín en heldur áfram að henda sandi og drullu í hina, sem enda þola það vel. Niðurskokk að hóteli og æfingin endaði í um 8,5K.
Kveðja,
Sigrún
Þetta heyrðist úr karlaklefanum eftir æfinguna!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli