föstudagur, maí 09, 2008

Day after run

Meðlimir FI SKOKK mættu í dag í rigningunni og hlupu keppnishringinn frá í gær í rigningu og pollum.
Tímarnir voru eftirfarandi:
Dagur 27:10
Guðni 28:25
Oddgeir 28:33
Sigurgeir 29:45
Huld 29:58
Björgvin 32:03
Sigrún 32:40
Höskuldur 32:45 (er í taperingu)

Einnig hlupu hringinn Sigurborg og Ásdís frá hótelum en voru undanþegnar tímatöku að sinni.

Tímar frá í fyrra: (úps!)
Dagur 26:14
Guðni 28:59
Huld 29:48
Ágúst 30:56
Sigrún 32:08
Sveinbjörn 33:01
Bryndís 33:31
Anna Dís 33:57

Kveðja, Sigrún
(Ath. hlaup á morgun frá Árbæjarlaug 07.15 á rólegu tempói, 20K)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú rifjaðist hlaupið í fyrra alldeilis upp fyrir mér og líka sú staðreynd að tímarnir okkar Sveinbjörns rugluðust, það var moi sem var á 33:01 en ekki hann. Hehe. Nú hinsvegar var ég fjarri góðu gamni þar sem ég er svo heltekin af harðsperrum framan á lærunum eftir hlaup niður Esju í fyrradag. ÆÆÆÆÆ.
En þið eruð hetjur, elskurnar.

Bkv. Bryndís

Icelandair Athletics Club sagði...

Já, ég mundi það líka. Rétt hjá þér. Steypireiðurinn var hinsvegar að rokka í dag! (a.k.a. Björgvin massi)
Kv. SBN

Nafnlaus sagði...

Já, Tító er í þvílíkri framför, hann hefur hvort tveggja, stílinn og styrkinn.

Kv, BM

Nafnlaus sagði...

Þetta var alveg svaðalega gaman í dag, vel tekið á því í rigningunni. Það verður að segjast eins og er að ég hefði aldrei nennt þessu brölti ef að þessi klúbbur væri ekki svona helv...skemmtilegur og öflugur. Þakka falleg orð í minn garð frá dömunum en þetta með framfarirnar er nú samt ekkert "rocket science". Fyrir þá sem vilja vita að þá er FI Skokk ábyrgt fyrir því að ég er 12 Kg léttari núna en ég var í byrjun árs... samt ekki kominn i 2 stafa tölu.... ERGÓ: Það er betra að vera ekki fitubolla ef maður ætlar að hlaupa hratt og lengi.
Ég hvíli mína tösku....
Kv. Steypireyðurinn

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábært hlaup í góðum félgasskap. Ég óska eftir því að Oddgeir fari í lyfjapróf, bæting í hverju einasta hlaupi...

Kv. Sigurgeir

Icelandair Athletics Club sagði...

Oddgeir er núna í lyfjaprófi og keppnisbanni fram að niðurstöðu sem ætti að liggja fyrir í næstu viku.
Kveðja - D. Drugba (ekki Drogba)