þriðjudagur, maí 20, 2008

Hádegisæfing 20. maí

Mættir á gæðaæfingu í dag: Bryndís, Huld, Björgvin, Guðni (back at last), Dagur, Sigrún og ný yngismey, Laufey úr fraktinni. Hún þáði ekki gott boð um að koma með okkur en fór á eigin vegum 4K sem Dagur markaði með "lárviðarsveig". Við hin tókum "tröppuna" sem var nú endursýnd, vegna þráfaldlegra áskorana. Trappan er þannig: 1, 2, 3, 4, 3, 2, 1 mínúta í hraðaaukningu með 1 mín. skokki á milli. Þeir sem enn voru á lífi eftir þetta gerðu 1 mínútu þannig: 20 sek. hratt, 20 sek. hraðar og loks 20 sek. sprengja. Það er engum ofsögum sagt að nokkrir rufu hljóðmúrinn og hraðasti hraðinn var útnefndur "fínn maraþonhraði". Fyrir hvern? Blettatígur eða... Allavega er gott að fá Guðna aftur til að rífa upp standardinn á æfingum og fínt að sjá að sjálfseyðingarhvöt hans er í engu brugðið eftir 8 mánaða samningaþref við Flugfreyjufélagið!

Alls var æfingin 9,7 km sem er í lengra lagi með allavega 6K í hraðaaukningu.
Kveðja,
Sigrún.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi "yngismey" sem þú talar um heitir Laufey og starfar í Fraktinni.

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Gaman að sjá að allir eru að gera góða hluti ;O)
Ég er hérna í "sveitinni/ móunum...náði að borða fullt af mýflugum í gær á annars ágætri æfingu sem endaði í 9,7km.
kv. Ása