Mættir í dag: Dagur (spilafíkill frá Vegas), Björgvin ( á "believe it or not" tempói), Sigurgeir (sem vonast til að vinna fitubollukeppnina í Cargo-landi) og Sigrún (fjárglæfrakvendi). Einnig voru Ingunn og Jói á eigin vegum.
Ákváðum að sannreyna hvort rétt væri að Björgvin hefði í síðustu viku hlaupið Hofsvallagötuhringinn einn á 42:33 sem mismikill trúnaður var lagður á innan hópsins. Niðurstaðan var sú að þetta er rétt því saman hlupum við þenna hring í dag á sléttum 42 mín.
Það verður að teljast nokkuð gott, sérstaklega ef öll lóð eru lögð á vogarskálarnar og málið skoðað af fullum þunga.
Frábært veður og sumar í lofti.
Kv. Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli