föstudagur, maí 06, 2011

Hádegisæfing 6. maí

Mættir: Dagur, Jón Örn, Huld og Sigrún. Ársæll var sér en var mættur í viðeigandi búningi (stuttum) og Bjöggi var helmassaður á lóðaríi. Aðrir sáu sér ekki fært a mæta. Hugsuð voru upp ráð til þess að bæta mætingareinkunn nokkurra. T.d. var stungið upp á að ákveðnum aðila yrði fljótlega "hleypt til" ellegar hann leiddur upp undir húsvegg og hann sk...... Einhver allsherjar stífla í gangi þar. Anyways...einnig voru ræddar vakt- og hvíldartímareglur FI skokkara og þóttu 2 félagsmenn nýta sér þau ákvæði hvað best. Að auki var lauslega drepið á ASCA málum og rætt af hverju um svo mikla hnignun í keppninni er að ræða, þ.e. stopul mæting, fækkun keppenda, engin nýliðun. Kalt mat okkar var að einræði ríki í höfuðstöðvum ASCA hvaðan engu má breyta eða bylta og að meðan svo sé hnigi frægðarsól þessarar ágætu flugfélagakeppni hratt til viðar. Ekki rekaviðar samt.
Góða helgi og til hamingju með afmælið Valsmenn, nær og fjær!
Alls rúmir 7K
Kveðja,
aðalritari

Engin ummæli: