fimmtudagur, maí 26, 2011

Status update




Strákarnir okkar komust heilu og höldnu til Stokkhólms í morgun íklæddir sænska landsliðsgallanum. Meðfylgjandi mynd sýnir þá ferska og flotta, nýkomna úr hverfiskjörbúðinni hvar þeir keyptu sér síld og pylsur fyrir síðustu kvöldmáltíðina. Eins og sjá má ríkir mikill einhugur með drengjunum og hafa þeir raðað sér saman í herbergi eftir áhugasviðum en allir þessir fallegu drengir eru áhugamenn um frímerkjasöfnun, lestur góðra bóka og skíðaiðkun. Það kom því í hlut yfirkjörstjórnar að spyrða saman Cargo-systur og Oddinn (sem gætir velsæmis í þeirra búðum) og hinsvegar Dag, Ívar og Óla vegna innherjasvika af 3. hæð. Jón Örn sér svo um að koma drengjunum í rúmið á skikkanlegum tíma enda maður einsamall og býr í húsvarðarherbergi sænska gistiheimilisins.

Kveðja,

upplýsingafulltrúi drengjanna, aka The mother

Engin ummæli: