miðvikudagur, september 01, 2010

Hádegisæfing 31. ágúst

Mættir: Björgvin, Dagur, Sveinbjörn, Jón Örn, Oddgeir, Huld, Björn Malmquist (gestur)og Sigrún. Ekki var sótt gull í greipar Ægis í dag frekar en aðra daga en farin var, engu að síður, róleg Hofsvallagata sem reyndist róleg fyrir suma en ekki alla. Einhver sérstök áætlun er farin í gang v. ASCA og það kallar á erfiða æfingu á morgun skv. plani. Menn eru því hvattir til að mæta vel og snyrtilega, sérlega ef um er að ræða að gefa kost á sér í fyrirhugaða ASCA ferð í lok október. Eftir æfingu voru gerðar hoppæfingar hjá sérdeild en síams tóku plankann, í útlitslegum tilgangi. Einhver óánægja var í hópnum, sem lofað hafði verið góðum teygjum í lok æfingar. Er það vel skiljanlegt því mikils teygjuskorts gætir í lok æfinga og má gjarnan bæta úr því. Björgvin, sem hefur hámarkspúls hagamúsar, stefnir á að ná, í fyllingu tímans, hámarkspúlsi hamsturs, en það ku vera mjög eftirsóknarvert. Einnig vill sá sami taka það fram að hann að hann er feginn að vera ekki giftur S2, því það gæti hann ekki og voru fleiri á sama máli um það hvað sig varðar. Það er því mikill léttir fyrir S2 sem loks upplifir það að það sé loksins einhver sem ekki vill hvorki kvænast né giftast viðkomandi.
Samt kveðja og góðan dag,
Alls 8,6K
S2

Engin ummæli: