fimmtudagur, september 23, 2010

Stjórnarfundur 23. september 2010

Mættir voru : Dagur (formaður), Sigurgeir, Fjölnir, Sigrún (kom of seint)

Ársæll var löglega afsakaður.

1. Fjölnir lagði fyrir og skýrði út fjárhagslega stöðu klúbbsins og niðurstöðu Icelandair hlaupsins 2010.

2. Erindi barst frá félagsmanni (Jón Baldursson) sem varpaði fram spurningunni "Er ekki alvarlegt þegar menn stofna gönguklúbb þegar tilgangur hlaupaklúbbsins er að stuðla að allri hreyfingu til heilsubótar?"
Stjórnin lítur þetta ekki alvarlegum augum. Þrátt fyrir að tilgangur klúbbsins sé að stuðla að allri hreyfingu þá setjum við okkur ekki upp á móti stofnun sérsambanda sem hafa þrengri starfsvettvang. Tilgangur klúbbsins ásamt markmiðum og hlutverki er í sífelldri endurskoðun og eru félagsmenn hvattir til að mæta á aðalfundi og viðra skoðanir sínar.

3. ASCA Dublin 2010 (30. október)
Ekki verður um eiginlegt úrtökumót að ræða heldur geta þeir sem gefa kost á sér til keppninnar sent inn sinn besta tíma úr hvaða keppnishlaupi sem er á tímabilinu 21/9-14/10. Þrátt fyrir að eiga ekki tíma frá þessu tímabili geta meðlimir gefið kost á sér og er það þá undir duttlungum stjórnarinnar komið hvort þeir fái að taka þátt.
Þeir sem gefa kost á sér til þátttöku í ASCA þurfa að gera það á vefsvæði klúbbsins (comment á þennan þráð) eigi síðar en 7. október.
Reynt verður að halda kostnaði þátttakenda í lágmarki með styrk frá bæði STAFF og IAC en gera má ráð fyrir að kostnaður verði undir 10þ. per mann.

4. Aðalfundur/Árshátið
Dagsetningin er föstudagurinn 15. október. Staðsetning er óráðin en við óskum eftir hugmyndum. Fjölnir mun sjá um innkaup fljótandi veitinga og leitar tilboða í mat í samráði við Sigrúni (ritara). Nánara fyrirkomulag verður tilkynnt síðar.

5. Önnur mál
Engin sem vert að nefna hér

Kveðja,
f.h. Sigrúnar (ritara), Dagur (formaður)

Engin ummæli: