föstudagur, september 24, 2010

Hádegisæfing 24. sept

Skelfileg mæting í dag. Aðeins undirritaður og Ljósameistarinn sáu sér fært að æfa í dag. Ákveðið var að skipta "hópnum" í tvennt. Ljósameistarinn hélt upp á fyrstu göngu gönguklúbbsins sem var í gær með því að fara í röska göngu í Öskjuhlíð en undirritaður braut allar óskrifaðar föstudagsreglur um rólegheit og miðbæjarrúnta og naut frelsisins í botn með því að æfa brekkuspretti í kirkjugarðsbrekkunni góðu.
Flott veður og flott æfing.

Góða helgi, Fjölnir

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég mætti ca 15 mín yfir og hélt ótrauður áfram Post-marathon-training í járnklefa þeirra Hlíð-endinga.
Kv. Flakið

Nafnlaus sagði...

Hvað stendur þetta post marathon training eiginlega lengi yfir hjá þér ? ég hélt það væri bara svona 1-2 vikur!!!
Kv
RRR ;)