fimmtudagur, september 23, 2010

Þríhyrningurinn í Boston 22.september

Æfing kvöldsins byrjaði á hjólaferð að áfangastað en Community Running hittist þar alla miðvikudaga við Charles River. Á miðvikudögum er tempó, á mánudögum er track og laugardögum er lon run, ég hef bara mætt á miðvikudögum, get séð um mig sjálf í löngu hlaupunum, hefði gott af track en ætla að geyma það aðeins, fínt að byrja á þessu.

Crowdið var fínt og ég er alveg að finna mig þarna, gaman að vera komin meðal svona hlaupa "nörda" en í hópnum eru m.a. prúttarinn, síams 2 1/2, konan mín, oldís og svo few slowers sem ég bara á eftir að finna nöfn á ;)

Æfing kvöldsins var þríhyrningurinn..... byrjaði á litlum hring og mjög rólegt jogg @5:50-6:00, næsti aðeins hraðari og lengri @ 5:10-5:20, sá þriðji hraðastur og lengstur eða um 2 km @4:45-4.50 , fjórðu eins og annar og fimmti eins og fyrsti.
Samtals fínir 6,5 km

Endaði svo æfinguna á að taka smá hjólaútúrdúr og koma við í búðinni og kaupa í matinn. Svona er lífið í Boston þegar maður er bíllaus ;)

Kveðja frá Boston - Cambridge

Engin ummæli: