þriðjudagur, september 07, 2010

Hádegisæfingar 6. og 7. september

Í gær mánudag var þrekæfing samkvæmt prógrammi. Jói (þrekmeistari) tók að sér að stjórna æfingunni og gerði það með stakri prýði. Svo vel að hann var eindregið hvattur til að stjórna æfingu næsta mánudag, sem hann og gekkst við í auðmýkt.
Mættir voru : Dagur, Sveinbjörn, Ívar S., Jón Örn og Jói. Matthías á sérleið. Dauðagangan situr enn í mér nú að kvöldi þriðjudags.

Í dag þriðjudag var tempó hlaup. Mættir voru : Dagur, Ólafur, Matthías, Sveinbjörn og Jói. Síðastnefndu þrír á sérleið. Tempó hlaupið var Hofsvallagatan á 4:36 min/km. Næs í blíðunni.

Kveðja,
Dagur

Engin ummæli: