miðvikudagur, september 08, 2010

Hádegisæfing 8. sept.

Mættir: Matthías (sérleið), Huld, Sigurgeir og Sigrún.
Í trássi við lög (róleg æfing á mið.)skyldi keyra síams.org prógrammið og á matseðli voru 6 ASCA brekkur með öllu. Hituðum upp smá í hlíðinni og hófumst síðan handa við æfinguna, sem reyndist hin besta skemmtan. Allir hlutaðeigandi voru nálægt ælumörkum í síðasta spretti, alveg skv. áætlun. Sigurgeir hafði á orði að ekkert grín væri að detta inn í síamsprógrammið en það hefði þó lyft æfingunni verulega, að enginn ljótur var viðstaddur, til að draga fegurðarstuðulinn niður og er það vel. Bjútí is pein og allt það...
Eftir æfingu tóku síams dauðagönguna, 3 hringi og vakti sú uppákoma svo mikla aðdáun og athygli að einn starfsmaður skrifstofu fann sig knúinn til að heimsækja okkur til að sjá hvað væri svona gaman við þetta. Hann sá það og gladdist með.
Alls um 7K
Kveðja,
aðalritari
P.S. Sigurgeir-þú ert alltaf velkominn í mþ prógramm síamstvíburanna, hvar gleðin er við völd! ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Smá fréttir frá Boston. RRR búin að finna sér hlaupahóp, líst bara vel á en ég efast um að þau séu eins steikt og þið ;) hi hi hi
En æfingin var tempo 3 hringir og til gamans má geta að nú var ég ekki síðust, meira svona í miðjunni mér til mikillar gleði ;) enda tók ég vel á því!
Sakna ykkar heilmikið.
Knús
RRR

Nafnlaus sagði...

Frábært að heyra góðar fréttir frá Boston. Held reyndar að þú þurfir að fara á mun meira framandi slóðir en til Ameríku til að finna steiktari hóp en FISKOKK :-) Þú skilar góðum kveðjum til Tomma.
Bjútí (a.k.a Flakið - eftir síðasta RM)