föstudagur, september 03, 2010

3.september "The Wreck is Back"



Mættir í föstudagsrúnt í boði Flaksins: Dagur, Jón Örn, Fjölnir og að sjálfsögðu "The Wreck" himself.
Flakið virðist óðum vera að ná fyrri styrk eftir miklar hremmingar í RM 2010 og mætti eftir stutt hlé í nýja straufría jakkanum sínum úr Craft 2011-línunni. Það var því ljóst af klæðaburðinum, þó að við hinir höfum ekki fattað það strax, að hann var með sýningarþörf á háu stigi og brunaði með okkur sýningarrúnt sem leið liggur niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar hlupum við fram og aftur blindgötuna og til baka upp Skólavörðustíg þar sem útdeilt var refsisprettum til þeirra er ekki sáu sér fært að mæta á kvalarfulla hádegisæfingu gærdagsins.
Fínasta hlaup og alls 8,4km

Góða helgi, Fjölnir

Engin ummæli: