föstudagur, september 17, 2010
Félagsmenn á faraldsfæti
í síðustu viku brugðu 2 félagsmenn sér til Spánar í æfingabúðir og tóku hlaup í eftirtöldum borgum: Madrid, Abejar (smábær), Logrono, Zaragoza og Barcelona í miklum hita, eða allt frá 25°C-38°C, þegar mest var. Þessar æfingar kölluðu á mikinn þorsta og því var upplagt og viðbúið að þessir félagsmenn þyrftu að svala þorstanum með einhverjum hætti. Þessvegna var borðleggjandi að stoppa við Irache-bodeguna í Navarra til að svala sárasta þorstanum. Þessi staður er reyndar þekktur áningarstaður meðal svokallaðra pílagríma sem ferðast á El Camino de Santiago de Compostela en okkar félagsmenn ferðuðust einnig á þeim slóðum, þótt í bíl væri. Glöggt má sjá á mynd að úr öðrum krananum rennur vatn og úr hinum vín og ekki þarf að skima lengi til að sjá hvor aðilinn stendur við vínið og hvor við vatnið. Óhætt er að mæla með þessu æfingaformi fyrir félagsmenn FI-skokks, þ.e.a.s. ef menn hyggjast hætta þeirri áráttukenndu hegðun að vera sífellt að fjölga mannkyninu.
Góðar stundir,
aðal
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli