Meðlimir skokkklúbbsins lögðu af stað í fallegu veðri og var stefnan tekin niður í bæ. Meðlimirnir voru Þórdís, Úle, Dagur, Oddgeir og Bertel, nei ég meina Sigurgeir (hlaupastíll Bertels og Sigurgeirs þykir áþekkur og blekkir marga eins og komið hefur fram).
Á gatnamótum á leið í bæinn skrúfaði snarruglaður maður niður rúðuna á bíl sínum og jós að því er virtist fúkyrðum yfir mannskapinn. Menn áttuðu sig þó fljótt á því að þar var á ferð Hr. Lemon. Komust menn um síðir að þeirri niðurstöðu að Hr. Lemon hafi verið að hvetja okkur til að kíkja fljótlega á sig á nýja staðnum sínum sem brátt verður opnaður á Laugavegi.
Aðrir meðlimir, þeir Sveinbjörn og "nýliðinn" Bertel, fóru sérleið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli