Dagur, Huld, Bertel og Oddur nýliði mættu í dag. Flugvallarhringurinn hlaupinn. Bertel með rúma 7 km en hin með 8 km.
Þegar hópurinn nálgaðist höfuðstöðvarnar sást Gamle Úle á þeysireið í gagnstæða átt, þremur stundarfjórðungum eftir að aðrir lögðu af stað. Ekki hefur enn náðst tal af Úle varðandi það hvert hann fór og af hverju klukkan hans er vitlaust stillt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli