miðvikudagur, júní 05, 2013
Miðvikudagsæfing-Wheel of fortune
Þeir sem vildu njóta lukkunnar mættu í dag og fóru á lukkuhjólið með Síams, Fjölni og Óla.
Mikill fengur er að hafa þessa stráka sér til handargagns þegar allir aðrir karlmenn í lífi manns hafa yfirgefið mann. Sumir vegna nennuleysis, aðrir vegna meintrar vinnu og enn aðrir vegna skorts á afsökunum. En allavega var bálhvasst og nutum við félagsskapar gjaldkera KK en Gamle Ole þurfti að fara vestur fyrir Mela til þess að vindkælingin gæti náð hámarksvirkni á hárgreiðsluna.
Alls um 8K en GO með ca. 10
Kveðja góð,
SBN
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli