föstudagur, september 25, 2009

Hádegisæfing 25. september

Mættir í góðu veðri sem breyttist í slagviðrisrigningu: Jói á sérleið, Bryndís, Bjöggi, Dagur og Sigrún. Fórum inn í skóg til að leita skjóls undan náttúruöflunum og tókum þar nokkra vel valda stíga í boði hr. Egonssonar, sem villtist ekkert og fór á nýjar slóðir og var að auki með söguskýringar og málfarshorn. Veður var bara gott inni í skógarrjóðrinu og urðum við m.a. þess vísari að orðið "fíll" er eins í íslensku og arabísku, að sögn DE. "The elephant" myndi þá útleggjast "al-feel" á arabísku. Hver fílar það ekki?
Alls 7,2 K
Góða helgi,
Sigrún
Kíkið á þetta-hver hefur ekki verið að bíða eftir þessu?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað með að taka eina 'super natural' æfingu næsta föstudag?