mánudagur, september 28, 2009

Úrtökumót fyrir ASCA keppni í Frankfurt

Ágætu félagar.
Úrtökumót fyrir ASCA keppnina í Frankfurt, sem haldin verður 7. nóvember nk. fer fram í Öskjuhlíð þann 1. október. Mæting kl. 17.15 við sundlaug hótels Loftleiða og hlaup ræst kl. 17.30. Hlaupinn verður hringur um Öskjuhlíðina eins og undanfarin ár. Konur hlaupa 2 hringi (u.þ.b. 4 km) og karlar 4 hringi (u.þ.b. 8 km) sem er nálægt vegalengdunum sem hlaupnar eru í ASCA keppninni. Tími verður mældur og eftir hlaup er boðið upp á orkudrykk og farið í heita pottinn í sundlauginni að Hótel Loftleiðum. Allir hvattir til að mæta!
Þeir sem ekki komast í úrtökumótið fimmtudaginn 1. október geta tekið þátt í fyrsta Powerade hlaupinu viku síðar, fimmtudaginn 8. október. Tímarnir í því hlaupi verða einnig hafðir til viðmiðunar við val þátttakenda í ASCA keppnina í Frankfurt. Þeir sem geta ekki tekið þátt í úrtökumótinu en vilja gera tilkall til liðsins eru beðnir um að hafa samband við Sveinbjörn á netfangið segilson@icelandair.is
Með bestu kveðju,
IAC.

Engin ummæli: