mánudagur, september 21, 2009

Hádegisæfing 21. september

Mættir í dag: Jói og Sveinbjörn fóru rómantísku leiðina, Óli, Dagur, Gnarr fóru Kaplaskjól og "perrann" en Sigurður "Tony" Anton (newbie), ásamt Sigrúnu fór Hofsvallagötu. Smá æði rann á þremenningana og 300m frá Aðal byrjuðu þeir að öskra: "ekki láta ná þér fyrir dælustöð" "áfram Latibær" og fleira og sprettaði undirrituð sem fætur toguðu að dælustöð þar sem Dagur rétt slefaði samsíða að markinu. Hinir komust að sjálfsögðu ekki framúr, enda alls ekki nóg að æfa einu sinni í viku og vera svo í fótbolta eða karate þess á milli. Telur undirrituð að Latabæjarumræðan sé nú loks tæmd og menn geti fundið nýjan flöt til að níðast á. Veður var með eindæmum gott og vonandi hræddum við nýliðann ekki of mikið til að láta ekki sjá sig aftur.
Alls 8,4 K
Kolkrabbinn á morgun í boði Aðal, aðrir geta farið smokkfiskinn.
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: