fimmtudagur, september 03, 2009

Hádegisæfing 3. september

Mættir: Ársæll í forstarti og Jói líka, Huld, Fjölnir, Oddgeir og Sigrún fóru rólega Hofsvallagötu í smá úða, enda hafa verið 2 erfiðar æfingar í vikunni þótt aðeins einn viðstaddra hafi undirgengist þær báðar. Fréttst hefur af Glamúrnum með vin sinn (strípalinginn) sér við hlið á einu af veitingahúsum borgarinnar í hádeginu, gámandi í sig hamborgurum og frönskum, í fjólubláum krumpgalla, merktum Don Cano. Þetta þykir nú ekki beint falla að staðalímynd skokkklúbbsins og hljóta þeir báðir 5 refsistig hvor. Annars eru bara allir að gera armbeygjur og aðrar búkfettur eins og vera ber.
Alls 8,3 K
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: