Ágætu hlauparar!
Lufthansa stendur fyrir árlegu ASCA cross country þann 7. nóv. næstkomandi.
Úrtökumót vegna keppninnar verður haldið á vegum FI - SKOKK 1. okt. í Öskjuhlíð.
Hist verður við sundlagina á Hótel Loftleiðum kl. 17.15.
Árleg uppskeruhátíð og aðalfundur FI - SKOKK verður haldin 10. okt. að Langholtsvegi 170.
Fyrirhugað er að fara í skoðunarferð um Reykjanes fyrr um daginn ef þátttaka og áhugi er fyrir hendi.
Áhugasamir vinsamlega tilkynnið þátttöku rafrænt á netfangið: anna.dis@simnet.is - sem fyrst eða
eigi síðar en 1. okt.
Gert er ráð fyrir að leggja af stað frá Reykjavík um kl. 14.00 og enda á Langholtsvegi.
Fyrir þá sem hyggjast koma beint í mat og drykk er gert er ráð fyrir að hittast á Langholtsvegi um kl. 19.00.
Nánara fyrirkomulag mun verða sent um leið og þátttaka er ljós.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Anna Dís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli