fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Styttist í Asca - æfing í dag

Sæl, ég mun mæta á æfingu á eftir. Nú fer að styttast í keppni hjá okkur þannig að ég hvet alla sérstaklega til að mæta. Tökum svolítið lengri spretti heldur en voru í síðust viku en að sama skapi eru þeir færri, hvíldir þær sömu. Æfing dagsins er sumsé 4 x tjarnarhringur (1100m) með 2 mín í hvíld.
Sjáumst á eftir
kv.
Stefán Már

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég mætti ekki, tók þátt í þríþrautarkeppni á vegum ÞRÍR í Laugum í gærkveldi.

Dagur