fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Úrtaka

Ég hvet ykkur til að taka þátt í úrtökumótinu í dag. Ég verð ekki þar og ekki heldur Stefán. Í næstu viku er svo Powerade svo að það verður ekki æfing þá en 16. febrúar hittumst við næst.

Bjössi

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úrtökumótið var haldið í dag og tókst það afar vel þrátt fyrir mikið vatnsveður. Sjö félagar mættu og hlupu 1.5km hringi í Öskjuhlíðinni, karlar 5 hringi (7.5km) og konur 3 hringi (4.5km). Ekki var formleg tímataka, einungis lokatímar mældir og hver og einn tók sína millitíma. Úrslitin fara hér á eftir.

Dagur Egonsson 27:49
Guðni Ingólfsson 29:54
Ágúst Magnússon 33:01
Sveinbjörn Egilsson 34:37

Huld Konráðsdóttir 17:42/5:51/5:59/5:51
Bryndís Magnúsdóttir 20:18
Svanbjörg Jónsdóttir 22:08

Kv.Huld

Nafnlaus sagði...

Millitímar mínir

27:49/5:20/5:40/5:36/5:39/5:34

Skemmtileg keppni í bleytu og myrkri. Heiti potturinn góður.

Kv.
Dagur

Nafnlaus sagði...

Mínir tímar voru: 5:47/5:56/5:51/6:15/6:04. Betri enn í fyrra en lakari en tvö árin þar á undan.

Nafnlaus sagði...

Hef ekki hugmynd um millitímana mína, fannst bara meiriháttar að mér tókst að skrönglast þetta í gegnum skóginn með leðurblökuaugunum mínum án þess að detta á hausinn. Sumsé, ég get greinilega farið að mæta aftur á æfingar.

Bryndís