mánudagur, ágúst 31, 2009

Hádegisæfing 31. ágúst


Frábært veður í dag til æfinga. Mættir vóru með góðan ásetning: Ársæll (Suðurgata), Jói á sérleið en á óvæntri sprettæfingu: Dagur, Erlendur, Guðni (Hofsvalla), Sigurgeir og Sigrún. Tókum upphitun út að Ægisíðu og þá hófst óvænti hlutinn, þ.e. "Die Treppe", eða trappan sívinsæla: 400-800-1200-800-400 metra sprettir með þó sæmilegri hvíld, sem að jafnaði var jafnlöng og tími sprettsins. Síðan rólegt heim á hótel þar sem Erlendur sýndi Degi eina cross-fit æfingu sem verður e.t.v. endurtekin seinna. Ég minni félagsmenn á að í dag hefst armbeygjuprógrammið (fyrst gera initial test og svo staðsetja sig skv. töflunni) og verður hver og einn að skrá sig og skila inn vikulegum tölum á þar til gerðan hlekk. Bendi einnig á magaæfingu í boði Dags sem gott er að taka milli armeygjudaga, sér í lagi ef menn hyggja á landvinninga á alþjóðlegum hrútasýningum.
Í dag alls 8,5 K
Kveðja,
Sigrún
Ath. að um myndabrengl er að ræða með apamyndina. Hún átti að sjálfsögðu að birtast með fréttinni um það hvernig margur verður að apa við að reyna að láta héra sig og mistekst og vita þá væntanlega glöggir lesendur við hvurn er átt. Rétt mynd er þessi: (sjá að ofan)




Engin ummæli: