miðvikudagur, ágúst 12, 2009

Hádegisæfing - 12. ágúst

Þessi ofurfríði flokkur safnaðist saman í hádeginu og hljóp afmælishlaup til heiðurs Kalla (2. frá v.). Á myndinni má þekkja, Nonna Cross-fit, Kalla, Huld, Jóa, Ársæl, Sigrúnu og Geirdal. Sá sem ekki sést er hinn ofurspengilegi og vel brókaði Dagur Egonsson, en hann var svo elskulegur að taka myndina að þessu sinni, enda hefur hann fengið yfirum nóg af eigin frægðarsól.
Alls 8,5-K nema Huld og Gnarr tóku blaðburð að auki.
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: