mánudagur, ágúst 24, 2009

Hádegisæfing - 24. ágúst

Það er hefð fyrir því að hreinsa til í borginni eftir RM og til þess verkefnis mættu: Huld, Hössi, Oddgeir, Dagur og Sigrún. Hlupum Hofsvallagötu í smá vindi og hirtum upp gel-bréf á leiðinni, sem safnast höfðu saman í vegarkant Ægisíðu og Nauthólsvíkur. Töluvert meiri fjöldi var af bréfum en í fyrra en vinsælast virtist vera Energy Gel (HIGH5) alls 10 talsins, en önnur merki töldu aðeins 1-3 einingar. Eitt Kit-Kat bréf fannst og er Óli Briem grunaður. Ekki var þó allt hirt upp sem sást en við slepptum; a.m.k. einum hundaskít, 1 pk. af Winston og 1 notuðum ... sem enginn vildi taka upp. Þar sem töluvert var eftir í flestum bréfunum var ákveðið að kreista úr þessu í eina flösku og blanda með vatni og geta áhugasamir fengið sér sopa fyrir næstu æfingu. Bara þeir sem hlupu á laugardaginn samt. Lesa má niðurstöður rannsóknarinnar í fyrra hér.
Alls 8,4 K
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: