miðvikudagur, ágúst 26, 2009

Hádegisæfing 26. ágúst



Mætt í dag í frábæru hlaupaveðri: Sveinbjörn (sprettir), Sigurgeir, Jón Gunnar, Óli, Fjölnir, Oddgeir og Sigrún. Fórum Hofsvallagötuna á ágætu tempói (rólegt fyrir suma) og gerðum upp RM. Ljóst er að Dagur, sem komið hefur að þjálfun flestra félagsmanna, hefur ekki náð viðunandi árangri með Jón Gunnar Geirdal í sinni þjálfun. Þessu til sönnunar má benda á að þegar félagsmaður biður um hérun í hlaupi er ætlast til að hann fylgi héranum all leið en hætti ekki í miðju hlaupi. Ekki verður eytt meira púðri í þjálfun þessa einstaklings fyrr en hann hefur lært þær reglur sem eru við lýði innan klúbbsins, enda er ekki um fullgildan meðlim að ræða. Annað sem vakið hefur athygli undanfarna daga eru tíðar sundferðir þjálfara í Nauthólsvík við annan og jafnvel þriðja mann og hefur hann ekki sinnt æfingum sem skyldi á meðan. Grunsemd vekur að frá þessum "Brokeback" fundum sínum kemur þjálfarinn skælbrosandi og segist hafa veitt tvo nýja tilvonandi meðlimi og hafi það tekið u.þ.b. 20 mínútur. Þá er það sérstaklega tímalengdin sem stingur í augu enda er Dagur þekktur fyrir að vera mun hraðari í öllum sínum athöfnum.

Í dag 8,3 K

Kveðja,

Sigrún

Engin ummæli: