Mættir í afbragðsfínu veðri: Jón Gunnar Geirdal, Sigurgeir, Dagur, Kalli, Bryndís, Huld, Bjöggi, Ása og Sigrún. Fórum Hofsvallagötuhringinn með lengingu á sæmilegu recovery fyrir þá sem voru í hálfu um helgina. Heyrst hefur að Fjölnir (sem æfði 7,5 km á viku fyrir hlaupið), sé enn að gleðjast yfir árangri sínum á einu af öldurhúsum Hafnarfjarðar. Síðast fréttist til hans dansandi stríðsdans í Vikingaþorpinu. (Heitir það það ekki annars?) Setning dagsins er þó tvímælalaust: "Hvern andskotann ertu að horfa á?" Svar: "Nú, rassinn á þér". Þarf ekki að taka fram hvaða rass er átt við í þessu samhengi.
Alls 9,6-K
Kveðja,
Sigrún
Aðalritari vill minna á að nk. miðvikudagshádegi fer fram mánaðarlegt sjósund félagsmanna og velunnara þeirra. Ekki gleyma skóm, handklæði og skýlu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli