Í dag fór fram árleg hádegisálíming skokkklúbbsins. Einn félagsmaður (Hippo) var löglega afsakaður til verksins þar sem hann stundar samanburðarrannsóknir á mæligetu og burðarþoli tveggja baðvoga. Niðurstaðan sýnir 400g halla, félagsviktinni í óhag. Þess verður því krafist í framtíðinni, að karlkyns skokkfélagar beri sig (ekki saman) fyrir viktun og þannig næst að rúnna af 400g, sem ellegar mældust í þvengbrók eða viðlíka umbúnaði, þegar gengið er til viktunar.
Þökkum féagsmönnum kærlega veitta aðstoð í hádeginu, margar hendur ... o.s. frv.
Kveðja,
Aðalritari
Engin ummæli:
Skrifa ummæli