fimmtudagur, apríl 30, 2009

Hádegisæfing 30. apríl

Mætt: Guðni (keppir fyrir Skeggjastaði), Sigurgeir, Huld og Sigrún. Fórum rólega Hofsvallagötu í fullkomnu hlaupaveðri, súld og hægviðri (heitir örugglega eitthvað annað hjá GI) og spjölluðum um markmið maímánaðar. Guðni: (ætlar að eiga afmæli, 50 ára), Sigurgeir (ætlar ekki að keppa aftur í sama hlaupi og Dagur, vill ekki niðurlægja þjálfarann-aftur!), Huld (ætlar að reyna við 300 km í mánuðinum) og Sigrún (ætlar ekki að láta Sigurgeir ná sér í hlaupamagni). Að öðru leyti var allt rólegt og í góðum vinskap.
Alls 8,7 (nema GI sem hljóp líka í morgun 10,8K)
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: