Í dag voru gerðir hinir margfrægu 800m sprettir eftir ströndinni og veðrið var algjörlega fullkomið til þess arna. Mæting var góð; Hössi var á eigin vegum, Jói líka og Hippóinn var á Suðurgötuleið (að ég hygg) en aðrir tóku spretti. Þetta voru: Guðninn, Dagurinn, Ólinn, Oddurinn, Huldin, Bryndísin, Kallinn og Sigrúnin. Upphitun var 1,5k sem og niðurskokk en sprettir 6*800. Snilldin! Hvað eru mörg -in í þessari færslu kindin mín?
Kveðja,
Sigrún
(Sigurgeir-bíddu ert þú ekki að æfa fyrir stórt hlaup, og Fjölnir líka????)
1 ummæli:
Getum ekki talað né hlaupið þessa dagana, erum í hvíldaræfingabúðum og sérstöku þrýstijöfnunar prógrammi sem miðar að hámarksárangri um mánaðarmótin
Kv, Bambino Bros
Skrifa ummæli