fimmtudagur, apríl 02, 2009

Hádegisæfing 2.apríl

Mættir í dag: Sveinbjörn (sem valdi kirkjugarðinn), Dagur, Oddurinn, Náttriðillinn (uss, hann sagði þetta sjálfur, ekki ég) og Sigrún. Jói var í kraftgöngu. Skokkuðum útí kirkjugarð og tókum fantagóða æfingu eða 6*brekkuna (ca 300m) og létt skokk niður á milli. Augljóst var að Gnarrinn hefur lítið sem ekkert æft, hann var bara smá fyrstur en ekki langfyrstur. Einnig vakti athygli að Sveinbjörn er með stillingu, sem gott er að grípa til þegar mikið liggur við, en það er "accelerated speed control" takki sem ræsir varahreyfil. Gott að hafa þennan fídus. Skemmst er frá því að segja að aðal kjúlli hópsins sá sér ekki fært að mæta í dag, þurfti að fara í fermingarfræðslu og þaðan beint í klippingu.
Frábær æfing í logni en rokið blés utan kirkjugarðs.
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: