Mættir í dag í smá súld: Dagur, Guðni, Sigurgeir, Fjölnir, Hössi, Bryndís og Sigrún. Einnig sást til Ingunnar. Fórum Hofsvallagötu á þægilegu tempói en Sigurgeir vildi bæta fyrir æfingaleysi sitt með lengingu sem er gott, sérstakalega þegar 1. apríl er, þá nota kvikindin tækifærið og gefa í svo lengingin breytist í laaaangt tempóhlaup. Fórnarlambið hljóp því apríl, eins og það heitir, og kastaði sér niður við kafara, þar sem hann loks náði í hælana á strákunum. Þetta eru vinir í raun, það held ég. Á morgun er í boði að taka 24*200 (án hvíldar) eða að taka þátt í Háskólahlaupi kl. 15.00, þar sem FI skokkarar eru boðsgestir.
Alls 8,76k hjá öllum nema Geira smart
Kveðja,
Sigrún
1 ummæli:
http://hlaup.is/photogallery.asp?cat_id=635&page_id=1&photo_id=21889
Skrifa ummæli