þriðjudagur, mars 31, 2009

Magnaður mars !

Þá er enn einn mánuðurinn að baki og í valnum liggja 218,3 km. Missti úr þrjá hlaupadaga (þar af tvo sunnudaga) sem heggur verulega í heildarmagnið. Hef samt náð að auka vegalengdirnar og stefni ótrauður á að hlaupa heilt maraþon í Mainz í Þýskalandi í maí. Gangi það eftir verða þó engin persónuleg met slegin, það er ljóst. Sem fyrr hef ég lagt aðaláhersluna á vegalengdir en hef þó tekið eina gæðaæfingu (tempo hlaup eða spretti) í hverri viku. Ég sakna þess mikið að geta ekki hlaupið með ykkur í hádeginu, það er oft erfitt að fara einn út í kuldann eftir langan vinnudag.

Í mánuðinum voru þetta alls 218,3 km á 15 hlaupadögum. Lengsta hlaup var 30,2 km. Þess má geta að ég náði að "hala inn stig" í fimm löndum utan heimalandsins í mánuðinum: Portúgal, Ítalíu, Bretlandi, Rússlandi og Lettlandi.

Hvernig gekk ykkur hinum?

Kveðja, Jens

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

267k (lengsti mánuður allra tíma)
25 hlaupadagar
26,2 lengsta hlaup
1 borg utan Íslands - Malmö (SE)

GI

Icelandair Athletics Club sagði...

166,5k
18 hlaupadagar
lengst 14,4
1 hlaup í BOS
SBN

Nafnlaus sagði...

211,6 km
22 dagar
lengst 21km
allt hér á landi

BM

Nafnlaus sagði...

Rosalegur kraftur er í Guðna. Er ekki málið að nýta formið og skella sér í heilt í vor.
Kveðja, Jens

Nafnlaus sagði...

Kannski það sé planið.

GI