Mættir voru: Bjútí, Dagur, Sigrún og Huld kom á sprettinum. Ákváðum að taka 70*100 rólega án hvíldar og það kom bara vel út í frábæru veðri. Ástæðan: Dagur er stífur, Bjöggi er ekki búinn að ná honum upp(sko Bjögganum), Huld má ekki svitna í nýja bleika Barbí-dressið og Sigrún var eitthvað hölt og skökk, þannig að við geymdum erfiðu æfinguna. Jói var á eigin skokkæfingu og var í stuði. Eftir æfinguna var ljóst að Huld er tvímælalaust tískudrottning FI skokkara en hún klæddist Fuchsia-bleikum langermabol úr dry fit, utanyfir svart aðsniðið vesti með bryddingum. Að neðan kvartbuxur úr samsvarandi línu og á fótum glænýir ASICS Nimbus, hvítir með fuchsiaskreytingu á hliðum. Með þessu er vorlína hópsins lögð, héreftir eru það hnébuxur og skærlituð föt og markmannshanskar bannaðir.
Alls 7, 23k
Kveðja,
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli