miðvikudagur, apríl 15, 2009

Hádegisæfing 15. apríl

Mættir í súperfínu veðri: Guðni (fagri blakkur), Sigurgeir (kunningi fræga fólksins), Huld (ofurskutla) , Sigrún (jakkaeyðir), Jói Wenger, Sveinbjörn (í kostnaðaraðhaldi) og Ársæll (í átaki).
Fórum frekar þægilega Hofsvallagötu til að spara kraftana fyrir 800's á morgun. Það kom að máli við mig iðkandi eftir hlaup og sagðist vera í átaki, ætlaði að missa 10% vikt á 16 vikum, byrjar á morgun. Á meðan þetta átak stendur yfir mun þessi ágæti maður verða kallaður Hippo en svarar einnig Ársælsnafninu. Það er því eins gott að Sigurgeir nái að knýja fram kaup á vikt fyrir baðklefa karla.
Alls 8,7k
Kveðja,
Sigrún

Engin ummæli: