fimmtudagur, febrúar 27, 2014

Fimmtudagur 27. feb - Tempó

Mættir í tempóæfingu í dag voru forsetinn, Dagur og Oddgeir.  Þórdís lagði af stað á undan.  Tempóæfingin var 20 mín. upphitun, 3 x 5 mín. sprettir með 1 mín. rólegu skokki á milli, og svo 20 mín. niðurskokk.  Endaði í 10 km.

Fréttst hefur að kargódrengirnir hyggist taka lokaða séræfingu eftir vinnu í dag þar sem hraðinn á þessari æfingu var helst til mikill fyrir þá.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þessi síða er orðin léleg - ekkert sett hér inn síðan í lok febrúár???

Ég ætlaði bara að óska marathonhlaupurunum sem eru á leið til Liverpool góðs gengis. Þannig að ef þið sjáið þetta, þá góða skemmtun, hlaupið eins og vindurinn.

kv.
Jón Örn