mánudagur, febrúar 03, 2014

Hálka...

Mættir: Sigurgeir, Ívar, Óli og Inga.

Fórum í Fossvoginn í frekar leiðinlegri færð, hálku!

Ræddum aðeins mætingu síðustu vikur og þá kom í ljóst að Inga er búin að mæta í nokkur skipti en þá er bara aldrei bloggað...einmitt!

Á morgun verður gæðaæfing fyrir þá sem hafa gaman af því...

Kv. Sigurgeir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég legg til að notast verði við nýjungina facebook í staðinn fyrir þetta úrelta bloggfyrirbæri svo það fari ekki á milli mála þegar ég mæti. Daglegar facebookfærslur með LIKE möguleika er einnig afar hvetjandi og búast má við skjótri mætingaaukningu með slíku aðhaldi.
P.s. þér ljáðist að nefna kökuna og neftópakið. Annars bara hress.
Kveðja,
Inga