Félagarnir Ívar, Dagur og Oddgeir sáu um hlaupin í dag á meðan Sveinbjörn og Jói sáu um aðra hreyfingu.
Einn hlauparanna átti brýnt erindi í Tryggingastofnun og var því ákveðið að stilla bæjarrúntinn af í samræmi við það. Þar komu menn hins vegar að lokuðum dyrum rétt fyrir hálf eitt. Í ljós kom að afgreiðslan er opin á föstudögum frá 10 til hvorki meira né minna en 12. Þeim er átti erindið tókst hins vegar að ljúka sér af þar sem hægt var að koma bréfi því er hann hafði meðferðis í þar til gerða lúgu. Við það hélt hópurinn sína leið, glaður í bragði.
Bæjarrúnturinn endaði síðan í tæplega 8 km.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli