Fín mæting í dag enda margir spenntir að sjá hvað væri í boði á Freaky Friday. Þeir sem mættu voru Dagur, Guðni, Fjölnir, Sveinbjörn, Sigurgeir og Anna Dís.
Það var hlaupið í Kópavoginn eða í Snælandshverfið eins og innfæddir kalla það. Farið var á nokkrar sögulegar slóðir og byrjað á Reynigrund og Eyjahúsin skoðuð, næst lá leið fram hjá uppeldisstað Biskup Íslands. Frá heimili Biskup Íslands var haldið í gegnum Víðigrund og uppeldisstaður Sigurgeirs skoðaður. Áfram hélt hópurinn eftir Furugrund í átt að brekkunni í Ástúni. Þegar komið var upp Ástúnið lá leið eftir Grænatúni í átt að Kínamúrnum (Kjarrhólma). Brekkan niður Vallhólm var engin fyrirstaða hjá hópnum en næst tók við brekkan í Kjarrhólmnum. Eftir átökin í Kjarrhólmnum var gott að láta sig detta niður Álftatúnið í átt að Snælandsskóla. Frá Snælandsskóla var farið í fossvogsdalinn og yfir til Reykjavíkur þar sem flestir könnuðust við sig og rötuðu beina leið heim.
Kveðja,
Sigurgeir/Icelandair Cargo
Engin ummæli:
Skrifa ummæli