þriðjudagur, apríl 03, 2007

Skírdagsæfing

Jæja ég ætla að setja inn æfingu þessarar viku strax svo ég gleymi því ekki. Ég reikna reyndar með að Skírdagur myndi flokkast undir frídag vinnunni og því ekki víst að margir fari á æfingu en þar sem ég klikkaði algerlega í þar síðstu viku og illa í síðustu viku, ætla ég að reyna bæta upp fyrir það.

Við ætlum að taka brekkuspretti í dag.

Upphitun 10 mín frá Hótel Loftleiðum og endað við neðri enda malarbrekkunnar í Öskjuhlíð (brekka sem hefst við 2-3 stóra steina og er um 250-300 m löng og ofarlega í henni beygir stígurinn/vegurinn 90 gráður til hægri og brekkan endar svo við 3-4 steina. Svo er hægt að skokka niður malbikaða veginn að byrjun brekkunnar).

Brekkan er tekin (eftir aldri og fyrri störfum)
2x3 sprettir
6 sprettir
7 sprettir
2x4 sprettir
8 sprettir
3x3 sprettir
9 sprettir
10 sprettir

Hvíldin á milli spretta er að skokka niður malbikaða veginn á byrjunarreit. Hvíld milli setta er að labba niður malbikaða stíginn niður á byrjunarreit.

Mig minnir að Dagur og Guðni hafi tekið 10 spretti fyrr í vetur á þeim tíma sem þið hafið í hádeginu til þess að taka æfinguna, þannig að þeir hafa sett viðmiðið hátt fyrir alla.

10 mín niðurskokk

Gangi ykkur vel.

Bjössi

Engin ummæli: