Jæja ekki hef ég nú staðið mig vel núna. Í síðustu viku var ég í fríi og gleymdi allri þjálfun og í þessari viku hef ég legið veikur heima og ekki beint verið að hugsa um hlaup. Ég ætla nú samt að setja inn æfingu þessara viku þó það sé orðið of seint ef svo skyldi vilja til að einhver hefði áhuga á að taka hana. Þessi 9x800 m æfing í síðustu viku hljómaði vel þó svo að erfitt sé að taka hana á 45 mínútum.
Æfing þessarar viku er í lengri kantinum líka og við höfum gert hana áður.
Upphitun er að skokka niður að ráðhúsinu við tjörnina
Svo skal taka 4xhringinn í kringum tjörnina með 2 mín hvíld
og svo skokka aftur heim á loftleiði
Gangi ykkur vel
Bjössi
P.S. til hamingju með ASCA sigurinn stúlkur, þið eruð greinilega óstöðvandi.
1 ummæli:
Tókum þessa æfingu í hádeginu í dag (Dagur, Ágúst, Sveinbjörn og Sigurgeir). Tókum reyndar aðeins 3 spretti og skokkuðum einn auka á leiðinni tilbaka. Þrusuæfing.
Kveðja,
Dagur
Skrifa ummæli